Fréttir

Lambafillet með stökkri puru og espresso martin | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 46 árið 2023 var engin önnur en Ásbjörg Einarsdóttir sem oftast er kölluð Obba. Eiginmaður hennar er Benedikt Rúnar Egilsson og eiga þau saman þrjú börn, Egil Rúnar, Elsu Rún og Maríu Guðrúnu. Obba á og rekur Wanitu snyrtistofu í Birkihlíðinni á Króknum sem einnig selur fatnað frá M-fitness ásamt ýmsu öðru sniðugu en Benni vann hjá Bílaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga. Obba sér um eldamennskuna á heimilinu en þegar grillið er tekið fram sér Benni alfarið um það. 
Meira

Arnar Geir vann Opna jólamót PKS

Opna Jólamót Pílukastfélags Skagafjarðar og FISK Seafood fór fram föstudaginn 27. desember 2024 og tóku 32 keppendur þátt. Keppnisfyrirkomulagið var 501 og var keppt í átta fjögurra manna riðlum og að þeim loknum var farið í útslátt þannig að tveir efstu í öllum riðlum fóru í A útslátt og hinir tveir neðstu í B útslátt (forsetabikar). Mótið gekk ljómandi vel fyrir sig og voru margir hörkuleikir.
Meira

Jólablakmót á Blönduósi milli jóla og nýárs

Á huni.is segir að í vetur hefur verið mikið um að vera í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi þar sem fjölmennur hópur fólks hittist tvisvar í viku og spili blak sér til skemmtunar. Má jafnvel tala um að hér sé um hreint „blakæði“ að ræða. Í kjölfar þessa mikla blakáhuga ákváðu þau Ólafur Sigfús Benediktsson og Jóhanna Björk Auðunsdóttir, íþróttakennarar við Húnaskóla, að blása til blakmóts sem haldið var á milli jóla og nýárs; “Jólablakmót meistaranna 2024”.
Meira

Opnunartími hjá flugeldasölum fyrir þrettándann í Skagafirði

Þeir sem misstu sig í gleðinni á gamláskvöld og skutu upp öllum birgðunum og gleymdu að taka smá til hliðar til að skjóta upp á þrettándanum þurfa ekki að örvænta. Það verður nefnilega opið hjá Skagfirðingasveit á Króknum mánudaginn 6. janúar frá kl. 14-18 og hjá Grettismönnum á Hofsósi sunnudaginn 5. janúar frá kl. 16-20. 
Meira

„Don’t look back in anger, mest umbeðna óskalagið á dönsku kránni“

Við fengum Sæþór Má Hinriksson til að gera upp árið sitt með okkur hér á Feyki. Sæþór þarf nú sennilega ekki að kynna fyrir lesendum Feykis enda fyrrum starfsmaður blaðsins. En fyrir þau ykkar sem ekki vita þá er Sæþór alinn upp á Syðstu-Grund í Blönduhlíð. Sótti grunnskóla í Varmhlíð, framhaldsskóla á Sauðárkróki og er nú á þriðja ári í Viðskiptafræði við Háskóla Íslands í Reykjavík. Er sjálfstætt starfandi tónlistarmaður sem gítarleikari í Danssveit Dósa og trúbador á Den Danske Kro og víðar. „Bý í Skerjafirðinum með Karen minni og dóttur okkar Sölku. Framsóknarmaður.“
Meira

Hvað á að gera við flugeldaruslið?

Það var einstaklega fallegt veður á gamláskvöld, bæði til að fara að brennunum og til að skjóta upp flugelda, og var greinilegt að fáir létu klundann á sig fá. Sveitarfélagið fær í ár fyrsta hrós ársins en ástæðan er sú að það hefur komið fyrir gámum sem er ætlað undir flugeldarusli á hinum ýmsu stöðum í firðinum. Á Sauðárkróki er gámurinn staðsettur við húsakynni Skagfirðingasveitar við Borgarröst 1. Á Hofsósi er hann staðsettur rétt hjá húsakynnum Björgunarsveitarinnar að Skólagötu og í Varmahlíð er hann staðsettur við húsakynni Flugbjörgunarsveitarinnar.
Meira

Gleðilegt nýtt ár !

Feykir óskar lesendum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir árið sem er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, svo ég vitni í sálminn hans séra Valdimars Briem sem ómar í viðtækjum landsmanna þegar árið líður undir lok. 
Meira

Jólin mín | Heiða Jonna Friðfinnsdóttir

Heiða Jonna Friðfinnsdóttir, gift Ægi Erni Ægissyni, eiga tvö börn, Frosta Frey 6 ára og Ásbjörgu Eddu eins og hálfs árs. Heiða kennir leiklist í FNV og er í Meistaranámi í Háskóla Íslands til þess að næla sér í kennsluréttindi. Heiða er uppalin á Siglufirði en er búsett á Sauðárkróki sem stendur.
Meira

Tilbreyting, samvera og hamingja þau þrjú orð sem lýsa árinu best

Við hjá Feyki höfum undanfarin ár fengið fólk úr fjórðungnum til að gera upp árið sitt með okkur. Nú er það Selma Barðdal sem gerir upp árið með lesendum. Hún er fædd og uppalin hér á Sauðárkróki. Gift Róberti Óttarssyni og eiga þau fjögur börn, tvö sem búa enn heima, eitt sem býr í Danmörku að læra arkitektúr og annað á Akureyri að spila körfubolta. 
Meira

Jólin mín | Guðrún Ólafsdóttir

Guðrún Ólafsdóttir býr á Krithóli 2 í fyrrum Lýdó og er gift Sigþóri Smára Sigurðssyni. Þau eiga tvær dætur, þær Rebekku Ósk og Snæbjörtu Ýri. Guðrún vinnur hjá stuðnings- og stoðþjónustu Skagafjarðar.
Meira